Sölu- og markaðsnám - SMR I
Viltu styrkja þig í sölu- og markaðsmálum? Langar þig að stofna eigið fyrirtæki?
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum og markaðsmálum. Námið er 222 klukkustundir og mögulegt að meta það til 11 eininga á framhaldsskólastigi.
Markmið að námsmaður geti eftir námið:
- Markaðssett vörur og fyrirtæki í fjölmiðlum og á netinu.
 - Stofnað fyrirtæki út frá eigin hugmyndum.
 - Sett raunhæf markmið og fyllt þeim eftir með verkefnastjórn.
 - Búið til faglegt kynningarefni sem vekur athygli.
 - Kynnt vörur sínar eða fyrirtæki á vörusýningu.
 - Notað upplýsingatækni, netið og samfélagsmiðla til að kynna og selja vörur.
 
Námsþættir:
- Microsoft Teams fyrir aukatíma í upplýsingatækni á netinu
 - Námstækni
 - Markmiðasetning
 - Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja
 - Almenn markaðsfræði
 - Gerð kynningarefnis
 - Markaðsrannsóknir
 - Markaðssetning og samfélagsmiðlar
 - Markaðssetning á netinu
 - Sölutækni og viðskiptatengsl
 - Verkefnastjórnun
 - Framsögn og framkoma
 - Tölvu og upplýsingatækni
 
Námsmat: áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og samræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Kennslufyrirkomulag: Kennt verður tvö síðdegi í viku frá kl. 17:00 - 20:00 og annan hvern laugardag frá kl. 09:00 - 13:00 auk þess eru verkefni og fyrirlestrar á netinu. Aukatímar í tölvu- og upplýsingatækni verða ef þörf krefur.
Kennslufyrirkomulag 2: Stað- og fjarnám.
Styrkir vegna skólagjalda 
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. 
Nánari upplýsingar veita Hólmfríður og Linda í síma 421-7500 eða á smr@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
					Price: 66.500 ISK
						Time period: September 15. - December 13.