Sölu- og markaðsnám - SMR I
Viltu styrkja þig í sölu- og markaðsmálum?
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum og markaðsmálum. Námið er 222 klukkustundir og mögulegt að meta það til 11 eininga á framhaldsskólastigi.
Markmið að námsmaður:
- Efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa tengdum sölu og markaðsmálum
- Öðlist hæfni í gerð áætlana í tengslum við sölu og markaðsmál og fylgi þeim eftir
- Öðlist skilning og reynslu á fjölbreyttum verkfærum og verkferlum sem
nýtast í starfi
Námsgreinar og áherslur:
- Námstækni
- Námsdagbók
- Markmiðasetning
- Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja
- Almenn markaðsfræði
- Gerð kynningarefnis
- Markaðsrannsóknir
- Markaðssetning og samfélagsmiðlar
- Markaðssetning á netinu
- Sölutækni og viðskiptatengsl
- Verkefnastjórnun
- Framsögn og framkoma
- Tölvu og upplýsingatækni (tengt í þema hvers námsþáttar)
Námsmat
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Kennslufyrirkomulag
Kennt verður tvö síðdegi í viku, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-20:00 auk verkefna og fyrirlestra á netinu. Aukatímar í tölvu- og upplýsingatækni verða einu sinni í viku, föstudaga kl. 17:00-19:00 þar sem námsmenn geta bætt tölvukunnáttu sína í tengslum við þarfir námsins. Einnig verða lotur á tveimur laugardögum yfir önnina.
Þegar kemur að námsmati er lögð áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar veita Hrannar og Hólmfríður í síma 421-7500 eða á smr@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Price: 56.500 ISK
