Betri þjónusta

Ánægja viðskiptavina skiptir öllu máli og kröfur viðskiptavina fara sífellt vaxandi. Hvernig má auka tryggð viðskiptavina við þjónustuaðila og minnka líkurnar á að þeir færi viðskipti sín annað? Á námskeiðinu er lögð áhersla á mikilvægi góðrar þjónustu og hvernig hægt er að veita framúrskarandi þjónustu.

Hvaða væntingar hafa viðskipavinirnir og hvað líta þeir á sem góða þjónustu? Fjallað er um mikilvægi kvartana og hvernig best er að nýta þær fyrirtækinu til góðs.

Lengd: Þrjár klukkustundir.

Námskeiðin geta einnig verið kennd á ensku og pólsku.

Til baka í námskeið