Náms- og starfsráðgjöf

Gott er að leita til náms- og starfsráðgjafa ef verið er að hugsa um nám- eða störf, kljást við prófkvíða, útbúa ferilskrá eða kynningarbréf eða bara almennt að skoða stöðu sína á vinnumarkaði. Hér efst á síðunni undir Náms- og starfsráðgjöf má sjá þá þjónustu sem er í boð hjá náms- og starfsráðgjöfum svo sem áhugasviðgreiningu, lesblindugreiningu og raunfænimat. Tími í ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa er öllum að kostnaðarlausu. 


Helstu þjónustuþættir náms- og starfsráðgjafar er að:

  • Finna leiðir til að efla, hvetja og styrkja einstaklinga
  • Upplýsa um nám og störf
  • Veita ráðgjöf um raunfærnimat
  • Styðja einstaklinga í ferli raunfærnimats
  • Aðstoða við gerð ferilskrár og/eða færnimöppu
  • Takast á við hindranir í námi og/eða starfi
  • Aðstoða og undirbúa einstaklinga sem vilja breyta um starfsferil
  • Finna hvar hæfileikum er best varið, t.d. með áhugasviðskönnunPantað tíma í ráðgjöf


Frekari upplýsingar veita náms- og starfsráðgjafar MSS:

Arndís Harpa Einarsdóttir í síma 412 5951 eða arndisharpa@mss.is
Steinunn Björk Jónatansdóttir í síma 412 5940 steinunn@mss.is
Guðbjörg Gerður Gylfadóttir í síma 412 5958 eða gudbjorg@mss.is