Markvissir fundir

Á námskeiðinu læra þátttakendur árangursríka fundarstjórnun. Þeir læra að setja grundvallarreglur um fundarsókn. Farið verður yfir undirbúning, forystuhlutverk fundarstjóra, starfshætti, skyldur fundarmanna, meðhöndlun truflana og úrlausnir á ágreiningsmálum. Kynntar eru aðferðir til að skapa jákvætt andrúmsloft og nýta húmor á árangursríkan hátt. Tekin eru fyrir helstu atriði við ritun og dreifingu fundargerða.

Lengd: Þrjár klukkustundir.

Til baka í námskeið