Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu

Námið er ætlað þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. 

Námsþættir sem fjallað verður um eru meðal annars;

  • Tölvan í vinnunni
  • Þjónustulund og framkoma
  • Umönnun fatlaðra og umönnun aldraðra
  • Réttindi skjólstæðinga
  • Hjálpartæki
  • Lyf og lyfjagjöf
  • Algengir líkamlegir sjúkdómar
  • Sálræn skyndihjálp
  • Aðhlynning rúmliggjandi fólks
  • Algengar geðraskanir

Námsmat
80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag
Kennt tvö síðdegi í viku, mánudaga og fimmtudaga frá kl 17:00 til kl 20:20. Kennt er samkvæmt námskrá viðurkenndri frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið er 198 kennslustundir og má meta til allt að 15 eininga á framhaldsskólastigi.

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Nanna Bára - nanna@mss.is / 412 5981.

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 47.000
Tímabil: 4. mars - 16. maí

Sækja um
Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu