Félagsmála- og tómstundabrú

Félagsmála- og tómstundabrú er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við, skipuleggja eða stjórna frístundastarfi hjá öllum aldurshópum. Starfsvettvangur þeirra sem ljúka félags- og tómstundanámi er einkum félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök.

Fyrir hverja?
Þá sem náð hafa 22 ára aldri. Þá sem hafa að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu á sviði félagsmála- og/eða tómstundastarfs. Þá sem lokið hafa 200-240 stunda starfstengdum námskeiðum á vegum símenntunarstöðva, stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila.

Kennslufyrirkomulag
Nám við félagsmála- og tómstundabrú er fjórar annir. Þrjú fög eru kennd á hverri önn, eitt fag í einu. Í flestum fögum er notast við speglaða kennslu. Nemendur fá því sendan fyrirlestur á mánudögum og mæta í vinnustofur á miðvikudögum frá klukkan 17:10-20:10. Kennslufyrirkomulag sem þetta hefur mælst vel meðal nemenda. 

Námsgreinar
•Fjölskyldan og félagsleg þjónusta 
•Fatlanir
•Frítímafræði (þrír áfangar)
•Gagnrýnin hugsun og siðfræði
•Samskipti og samstarf
•Þroskasálfræði
•Geðsálfræði
•Skyndihjálp
•Skapandi starf
•Uppeldisfræði (tveir áfangar)
•Upplýsingatækni
•Öldrun

Valið er um tvær línur: 
Fötlunarlína – FTL2A05 og FRÍ3A05
Öldrunarlína – ÖLD2A05 og FRÍ3A05

Nánari upplýsingar
Áslaug í síma 412-5952/421-7500 eða á aslaug@mss.is

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 143.000
Tímabil: 24. september - 26. maí

Sækja um
Félagsmála- og tómstundabrú