Grunnmenntaskóli

Grunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinunum og er mjög góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á frekara nám. Í náminu er markvisst unnið að því að efla sjálfstraust þátttakenda og þar fer fram góð upprifjun og kennsla í undirstöðuatriðum í stærðfræði, íslensku, ensku og upplýsingatækni.

Markmið:

 • Að byggja upp grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum
 • Að auka sjálfstraust til náms
 • Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð
 • Að þjálfa samvinnu í verkefnagerð
 • Að styrkja stöðu á vinnumarkaði
 • Undirbúningur fyrir frekara nám

Námsgreinar:

 • Íslenska
 • Stærðfræði
 • Enska
 • Tölvur
 • Sjálfsstyrking
 • Námstækni
 • Framsögn
 • Færnimappa

Námsmat:
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag
Námið er 300 kennslustundir og er kennt alla virka daga frá klukkan 08:30 – 12:15. Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa.Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Karlsdóttir í síma 412-5962 eða á holmfridur@mss.is 

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 72.000
Tímabil: 17. febrúar - 28. maí

Sækja um
Grunnmenntaskóli