Íslensk menning og samfélag

Íslensk menning og samfélag er námsleið fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur hæfni í að skilja og tjá sig á einfaldri íslensku. Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna að aðlagast íslensku samfélagi og auka þeirra færni í starfi. Í náminu er áhersla á að efla sjálfstraust og samskiptafærni þátttakenda, efla færni í íslensku máli, menningu, samfélagi og atvinnulífi. 

Markmið: 

 • Að öðlast þekkingu og skilning á íslensku samfélagi
 • Að vera virkur þátttakandi í samfélaginu
 • Að auka færni sína í íslensku
 • Að styrkja stöðu á vinnumarkaði
 • Að auka sjálfstraust
 • Að efla samskiptafærni

Námsgreinar:

 • Íslenska 
 • Menning og samfélag
 • Upplýsingatækni 
 • Atvinnulíf
 • færnimappa og námstækni
 • Sjálfsefling og samskipti 

Námsmat:

 • Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. 

Kennslufyrirkomulag

Námið er 160 kennslustundir og kennt er alla virka daga frá 12:30-15:30. Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. 

Nánari upplýsingar veita Kristín Hjartardóttir í síma 412-5982 eða á kristin@mss.is og Sveindís Valdimarsdóttir í síma 412-5955 eða á sveindis@mss.is 

Námsleiðin fer af stað þegar nægilegur fjöldi hefur náðst í hóp

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 39.000
Tímabil: 21. september - 13. nóvember

Sækja um
Íslensk menning og samfélag