Leiðsögunám

AtH. við höfum fengið frábærar viðtökur við Leiðsögunáminu og getum ekki tekið við fleiri þátttakendum að svo stöddu. Enn er mögulegt að skrá þátttöku en umsóknin verður sett á biðlista. 

Leiðsögunámið er kennt á haustönn 2019 og vorönn 2020. Kennt verður tvö kvöld í viku, þriðjudag og fimmtudag frá kl. 17:00 - 20:35 og einstaka helgar verða vettvangs- og æfingarferðir. Námið er 22 einingar og skiptist kjarnagreinar (17 einingar) og svæðalýsingar (5 einingar).

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir þurfa að hafa
stúdentspróf eða sambærilegt nám að baki ásamt því að hafa mjög gott vald á einu
erlendu tungumáli, auk íslensku. Nemendur þurfa að standast munnlegt inntökupróf í tungumáli að eigin vali áður en skólavist er heimiluð. Einnig verður mögulegt að taka námið eingöngu á íslensku.

Markmið að námsmaður:

 • hafi almenna þekkingu við leiðsögn með ferðamenn
 • hafi sérmenntun á sviði leiðsagnar um Reykjanesið
 • hafi færni og hæfni til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð

Námsgreinar

 • Atvinnuvegir ATV101
 • Bókmenntir og listir BOL102
 • Dýralíf DÝR101
 • Ferðaþjónusta FEÞ101
 • Gróður – náttúruvernd GRN101
 • Íslenska samfélagið ÍSA101
 • Jarðfræði JAR102
 • Leiðsögutækni – samskipti JAR102
 • Íslandssaga SAG101
 • Skyndihjálp SKY101
 • Tungumálanotkun I TMN102
 • Vettvangsnám VEV102
 • Svæðalýsingar SVÆ135

Námsmat

 • Námsmat byggir á skriflegum og/eða munnlegum verkefnum og prófum
 • Nemendur þurfa að fá a.m.k. sjö af tíu í einkunn í öllum greinum
 • Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í allar vettvangs- og æfingaferðir
 • Námið byggir á námskrá fyrir leiðsögunám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2004
 • Námið er viðurkennt af Félagi leiðsögumanna

Verð

 • Námskeiðið er í boði Mennta- og menningarmálaráðuneytis sem hluti af aðgerðum til að styrkja Suðurnesin - nemendur greiða engin námsgjöld.
 • Inntökupróf í erlendu tungumáli kostar 15.000 kr. og verða þau haldin í haust
 • Kostnaður vegna vettvangsferða er innifalinn að öðru leiti en því að nemendur greiða sjálfir fyrir uppihald í ferðum
 • Námsgögn eru ekki innifalin

 

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir ina@mss.is og Særún Rósa Ástþórsdóttir saerun@mss.is

AtH. við höfum fengið frábærar viðtökur við Leiðsögunáminu og getum ekki tekið við fleiri þátttakendum að svo stöddu. Enn er mögulegt að skrá þátttöku en umsóknin verður sett á biðlista. 

Verð:
Tímabil: 23. september - 28. maí

Sækja um
Leiðsögunám