Jógakennaranám

MSS býður nú uppá 200 klukkustunda jógakennaranám sem viðurkennt er af jógakennarafélagi Íslands í fyrsta skipti á Suðurnesjum. Kennari er María Olsen en hún hefur lokið 500 klukkustunda kennaranámi í jóga frá Arnaryoga í Hafnarfirði. María hefur réttindi til þess að útskrifa jógakennara.

Helstu námsþættir:
Lífstíll jógans
Anatomía
Kennslutækni
Orkustöðvar
Jóga Nidra og aðrar slökunaræfingar
Viðskipti, skattur og fleira
Siðareglur jógakennara
Heimspeki
Hin áttfalda leið
Æfingakennsla

Mikil áhersla er lögð á verklega kennslu og að þátttakendur fái góðan undirbúning til þess að takast sjálfir á við starf jógakennara að loknu námi. 100% mætingarskylda er í námið.

Kennslufyrirkomulag:
Kennsla fer að mestu fram í húsnæði MSS, Krossmóa 4, Reykjanesbæ nema annað sé tekið fram. Námið er alls 200 klukkustundir og kennt verður laugardag og sunnudag frá 10:00 – 16:00. Alls eru kenndar tólf helgar á námskeiðinu en þær dreifast yfir tímabilið, ekki er kennt í desember. Öll námsgögn eru innifalin í náminu og jógadýnur í kennslustundum. Námið veitir útskrifuðum jógakennurum inngöngu í jógakennarafélag Íslands og námið er viðurkennt af Yoga Allience.

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Haldinn verður kynningarfundur um námið á vormánuðum 2019 en þá býðst áhugasömum að kynna sér námið og taka þátt í þægilegri jógastemningu hjá MSS. Nánar auglýst síðar.

Nánari upplýsingar veitir Særún Rósa Ástþórsdóttir, saerun@mss.is / 412-5947.

Dags: 21. september - 24. maí
Tími: Laugardaga og sunnudaga frá 10:00 - 16:00. Kenndar eru 12 helgar á tímabilinu, ekki er kennt í desember.
Staðsetning: Húsnæði MSS - Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ
Verð: 400.000

Sækja um
Jógakennaranám