Sönghópur

Anna Karen Friðriksdóttir ætlar að stjórna söng og spila undir á gítar hjá sönghóp fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks. Einu skilyrðin eru að hafa gaman að söng og tralli, því í þessum hóp syngja allir með sínu nefi.

Hópurinn hittist á fimmtudögum frá kl. 15:00 - 17:00 í húsnæði MSS og við byrjum þann 7. mars og verðum til 25. apríl.

Námskeiðinu lýkur svo með tónleikum á hátíðinni Hljómlist án landamæra.
Sönghópur