Samfélagstúlkun

Markmið með náminu er að einstaklingar sem sinna samfélagstúlkun hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum samkvæmt hæfnigreiningu starfsins á árangursríkan hátt og geti þróast í starfi.

Einstaklingar sem sækja námið þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau sinna túlkun á.

 

Námsgreinar og áherslur:
Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Helstu viðfangsefni samfélagstúlksins eru að: undirbúa verkefni og ganga úr skugga um eðli þess, túlka í lotum eða samtímis, glósa ef þarf, gera grein fyrir verklagi túlkunar.

Að vinna að lausnum

Skilningur á starfsemi fyrirtækis

Að vinna undir álagi og við ólíkar aðstæður

Viðskiptavinurinn

Natni og nákvæmni

Sjálfsstjórn og sjálfstraust

Þrautseigja/seigla

Samskipti og samstarf

 

Námsmat
Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en gert er ráð fyrir verkefnavinnu og 80% mætingaskyldu í staðlotur.

Kennslufyrirkomulag
Námið er 105 klukkustundir í fjarnámi og 30 klukkustundir í staðnámi.

Fjarnám hefst 20. janúar og lýkur 25. mars 2020

Staðnám hefst í mars 2020. Kennt er í staðnámi samtals 30 stundir. 

Námið er kennt í samstarfi við Mími.

 

Styrkir vegna skólagjalda

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

 

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Sveindís í síma 412-5955/421-7500 eða á sveindis@mss.is eða Kristín í síma 412-5982/421-7500 eða á kristin@mss.is 

Verð: 48.000
Tímabil: 20. janúar - 25. mars

Sækja um
Samfélagstúlkun