Samfélagstúlkun

Markmið með náminu er að einstaklingar sem sinna samfélagstúlkun öðlist þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum, samkvæmt hæfnigreiningu starfsins, á árangursríkan hátt og geti þróast í starfi.

Einstaklingar sem sækja námið þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau túlka.

 

Námsgreinar og áherslur:
Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Helstu áherslur í náminu eru að: undirbúa verkefni og ganga úr skugga um þekkingu á viðfangsefnum, að læra túlkatækni og verklag túlkunar, fjölmenningarfærni, góð samskipti og samvinnu með það að leiðarljósi að undirbúa samfélagstúlka undir starf.

Samfélagstúlkur þarf að:

vinna að lausnum

hafa skilning á starfsemi fyrirtækja

vinna undir álagi og við ólíkar aðstæður

eiga í góðum samskiptum við viðskiptavininn

búa yfir natni, nákvæmni og þrautseigju/seiglu 

hafa sjálfsstjórn og sjálfstraust

stuðla að góðum samskiptum og samstarfi

 

Námsmat
Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en gert er ráð fyrir verkefnavinnu og 80% mætingaskyldu í staðlotur.

Kennslufyrirkomulag
Námið er 195 kennslustundir sem eru bundnar í fjar- og staðlotur.

Fjarnám hefst í lok janúar og lýkur í byrjun maí 2021.

Námið hefst á staðlotu í janúar 2021 og er námið unnið bæði í stað- og fjarlotum. 

 

Styrkir vegna skólagjalda

Hægt er að sækja um styrk vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

 

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Kristín og Sveindís í síma 421-7500 eða á samfelagstulkun@mss.is 

Verð: 49.000
Tímabil: 25. janúar - 3. maí

Sækja um
Samfélagstúlkun