Færni í ferðaþjónustu I

Færni í ferðaþjónustu I er námsleið sem er ætluð starfsmönnum í ferðaþjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni. 
Námið leggur áherslu á mikilvægi þess að veita gæðaþjónustu og eykur þekkingur á mikilvægum atriðum þar að lútandi.

Markmið: 
Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Í því felst að efla jákvæð viðhorf til starfsins, til eigin færni og til starfsgreinarinnar. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa betri forsendur til að taka að sér flóknari verkefni, vera sjálfstæðari í starfi.

Námsgreinar: 
Gildi ferðaþjónustu 
Þjónusta
Vinnusiðferði og hlutverk starfsmanns
Mismunandi þjónustuþarfir 
Þjónustulund og samskipti
Að þróast í starfi
Verkferlar á vinnustað 
Samfélags- og staðarþekking 


Námsmat:
Engin lokapróf eru en lögð áhersla á verkefnaskil, 80% mætingu og virka þátttöku. 

Kennslufyrirkomulag
Kennsla fer fram í húsnæði MSS alla virka daga frá  15. febrúar til 5. mars kl. 09:00-12:00.

Námsleiðin Færni í ferðaþjónustu I er  metin af Menntamálaráðuneytinu til allt að 5 eininga styttingar á námi í framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar veita:

Sveindís - sveindis@mss.is

Áslaug Bára - aslaug@mss.is 

Sími 421 - 7500

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur - VSFK býður fimm félagsmönnum sínum á námskeiðið en sækja þarf um hjá vsfk@vsfk.is

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. 

Verð: 15.000
Tímabil: 15. febrúar - 5. mars

Sækja um
Færni í ferðaþjónustu I