Valdeflandi kvennasmiðja

Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og sjálfþekkingu kvenna til að skapa sér ný tækifæri og/eða styrkja hugmyndir og sköpun þeirra Námskeiðið er fyrir konur á öllum aldri sem hafa áhuga á að miðla af reynslu sinni og prófa mismunandi leiðir til valdeflingar. Sjálfstraust, sjálfsefling og mikilvægi virkni og ákvörðunar þátttakenda til að stjórna eigin líðan verður haft að leiðarljósi. Námskeiðið er í boði Mennta- og menningarmálaráðuneytis sem hluti af aðgerðum til að styrkja Suðurnesin og er opið öllum konum.
Valdeflandi kvennasmiðja