Verkefnastjórnun

Á námskeiðinu munu þær Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir fara yfir grunnþætti verkefnastjórnunar en báðar eru þær með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM).

Námskeiðið nýtist í alhliða verkefnastjórnun, allt frá því að halda veislur yfir í að stjórna umfangsmiklum verkefnum.

Verkefnastjórnun - Listin að skipuleggja og koma hlutum í framkvæmd:

Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum fyrir mannlega þættinum í verkefnum, góðum aðferðum við að taka ákvarðanir, markmiðasetningu í verkefnum, áætlanagerð, framkvæmd verkefna og eftirfylgni verkefna.

Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður, s: 412-5962 / holmfridur@mss.is og Nanna Bára, s: 412-5981 / nannabara@mss.is

Verkefnastjórnun