Hugsaðu þig upp

Fyrir félagsmenn VSFK - Fyrirlestur þar sem fjallað er um orsakir meðvirkni og hvernig meðvirkni hindrar lífsgæði okkar. Fyrirlesarinn, Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur og ráðgjafi, hefur sérhæft sig í meðvirkni, orsökum og afleiðingum. Markmið Jóhönnu í lífi og starfi er að lifa í sátt og gleði þrátt fyrir mótlæti og hefur tileinkað sér ákveðna aðferðafræði til þess sem hún deilir á námskeiðinu.

Jóhanna hefur kennt á allmörgum námskeiðum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og er afar vinsæll fyrirlesari. Hún nær einstökum tengslum við hópinn og efni þessa fyrirlesturs hefur mælst mjög vel fyrir.

Námskeiðið er í boði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Karlsdóttir í síma 412 5962/421 7500 - holmfridur@mss.is og Nanna Bára í síma 412 5981/421 7500 - nannabara@mss.is

Hugsaðu þig upp