Vertu besta útgáfan af sjálfum þér

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, tökum ákvarðanir og hvernig við vinnum undir álagi. Því má segja að gott sjálfstraust sé lykill að velgengni.

Jóhann Ingi sálfræðingur heldur þetta örnámskeið þar sem áherslan er lögð á aðferðir til að efla sjálfstraust og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Þá verður einnig fjallað um áhrif hugarfars á hegðun og líðan. Kennsla verður í formi fyrirlesturs, umræðna og verkefna. Ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra.

Námskeiðið er í boði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) og er félagsmönnum að kostnaðarlausu og einng opið öðrum áhugasömum á meðan laus pláss eru.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Karlsdóttir í síma 412 5962/421 7500 - holmfridur@mss.is og Nanna Bára í síma 412 5981/421 7500 - nannabara@mss.is

Dags: 20. nóvember - 20. nóvember
Tími: 19:00 - 21:00
Staðsetning: Húsnæði MSS - Krossmóa 4a - 260 Reykjanesbæ

Sækja um
Vertu besta útgáfan af sjálfum þér