Minnkum áreitið í lífinu

Fyrir félagsmenn VSFK - Margir finna fyrir miklu áreiti dags daglega sem leiðir af sér streitu. Á þessu námskeiði mun hópurinn í sameiningu kynnast streituvöldum nútímans og koma auga á helstu streituvalda í eigin lífi.

Þátttakendur munu kynnast leiðum til að minnka áhrif streituvalda á daglegt líf og aðferðum og tólum sem auðvelda hugarró og stilla upp persónulegri áætlun um hvernig hver og einn ætlar að minnka áhrif streitu á daglegt líf.

Fyrirlesarar eru Hafdís Huld og Svava Björk verkefnastjórar, ráðgjafar og fyrilesarar.

Námskeiðið er í boði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Karlsdóttir í síma 412 5962/421 7500 - holmfridur@mss.is og Nanna Bára í síma 412 5981/421 7500 - nannabara@mss.is

Dags: 03. desember - 03. desember
Tími: 19:00-21:00
Staðsetning: Húsnæði MSS - Krossmóa 4a - 260 Reykjanesbæ

Sækja um
Minnkum áreitið í lífinu