Tímamót og tækifæri

Námskeið í boði VSFK um fjármál við starfslok. Á námskeiðinu verður farið yfir þær breytingar sem verða á tekjum fólks við starfslok, hvernig best er að sækja um þær greiðslur sem standa til boða og hvernig þær tengjast innbyrðis.

Einnig verður fjallað um það hverju fólk má eiga von á frá Tryggingastofnun, hvað þurfi að hafa í huga þegar sótt er um greiðslur lífeyris og séreignar og hvernig skattkerfið blandast lífeyrismálunum.

Leiðbeinandi: Björn Berg deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka

Frítt fyrir félagsmenn VSFK en opið fyrir aðra meðan pláss eru laus.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Karlsdóttir, holmfridur@mss.is / 412-5962 eða Nanna Bára Maríasdóttir, nanna@mss.is / 412-5981.

Tímamót og tækifæri