Moltugerð fyrir byrjendur

Mikil vakning hefur orðið varðandi moltugerð á síðustu árum en eflaust margir sem veigra sér við að hefjast handa. Hildur Sigfúsdóttir leiðbeinandi hefur stundað moltugerð um árabil og kann ýmis góð ráð fyrir byrjendur sem hún ætlar að deila með áhugasömum í kaffispjalli í Þekkingarsetri Suðurnesja þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Námskeiðið er haldið í samstarfi Þekkingarseturs Suðurnesja og MSS.

Nánari upplýsingar veitir Hanna hjá Þekkingarsetrinu í síma 423-7555 eða á hanna@thekkingarsetur.is

Moltugerð fyrir byrjendur