Er gaman að vinna með mér? Sjúkraliðar

Námskeið fyrir sjúkraliða: Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi þess að við skiljum og skynjum hvernig við virkum á aðra í samskiptum. Fjallað verður um þá þætti sem stuðla að og einkenna gott samstarf og samspil jákvæðs viðhorfa og árangurs í starfi.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist meiri þekkingu á hvað einkennir góða samvinnu á vinnustað og hvað hver og einn getur lagt að mörkum til að svo sé.

Kennari: Ágústa Jóhannsdóttir sem starfar við fræðslu og kennslu og er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur með kennsluréttindi frá HÍ.

Nánari upplýsingar gefur Nanna Bára - nanna@mss.is/421-7500.

Minnum á styrki stéttarfélaga.

Dags: 28. mars - 28. mars
Tími: Laugardagur frá kl. 11:00 - 15:00 (6 kennslustundir)
Staðsetning: MSS - Krossmóa 4a, 3. hæð - 260 Reykjanesbæ
Verð: 17.500

Sækja um
Er gaman að vinna með mér?  Sjúkraliðar