Teymi og teymisvinna - Hádegisfyrirlestur

Hádegisfyrirlestur í boði MSS - frestað -


Örn Haraldsson teymisþjálfari og PCC markþjálfi heimsækir MSS.


Teymi og teymisvinna - hvað er það?

Í þessum fyrirlestri mun Örn fara yfir hvað teymi er og hvað skiptir máli fyrir árangursríka teymisvinnu. Til dæmis hvernig líðan okkar í samskiptum hefur áhrif á gæði teymisvinnunnar. Einnig kemur vinnukerfi við sögu, þ.e. hvernig samvinnunni er háttað. Ekki má gleyma sýninni, því teymi áorkar litlu ef það er óskýrt hvað á að gera, af hverju, fyrir hverja og hvernig. 


Örn hefur undanfarin sex ár þjálfað teymi af ýmsum toga, til að hraða lærdómi, auka árangur og starfsánægju - með fyrirtækjum eins og Icelandair, Marel og GRID.


Nánari upplýsingar í síma 421-7500 eða á holmfridur@mss.is


Léttur hádegisverður í boði MSS - Mikilvægt að skrá sig


Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4a, salur 5. hæð.

21. apríl kl. 12:05 -12:55

Verð:
Tímabil: 21. apríl - 21. apríl

Sækja um
Teymi og teymisvinna - Hádegisfyrirlestur