Kraftmiklar kynningar

Hvernig komum við skilaboðum á framfæri á kraftmikinn hátt?

Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur efla sig í að miðla upplýsingum í lífi og starfi. Farið verður yfir lykilatriði sem snúa að tilgangi og skilaboðum, mótun kynningar, framsetningu efnis og framkomu.


Svava Björk Ólafsdóttir (MPM) er sjálfstætt starfandi markþjálfi, ráðgjafi, fyrirlesari og þjálfari á nýsköpunarviðburðum. Hún hefur undanfarin ár sinnt ráðgjöf, fræðslu og stýrt fjölda verkefna með það að leiðarljósi að styðja við bakið á frumkvöðlum á fyrstu skrefunum. Þar á meðal hefur hún þjálfað fjölda frumkvöðla í framkomu og að kynna hugmyndir sínar og fyrirtæki.


Kraftmikið námskeið fyrir alla sem vilja standa traustari fótum í sviðsljósinu hvort sem er í fjölskylduveislunni eða á stóra sviðinu í Hörpu!


Tímabil: 16. september kl. 9:00 - 11:00


Verð: 13.000 kr.                                   

Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.


Nánari upplýsingar veitir: Hólmfríður Karlsdóttir, s: 412-5962 eða á holmfridur@mss.is  

Verð: 13.000
Tímabil: 16. september - 16. september

Sækja um
Kraftmiklar kynningar