Endurhæfingarleiðir

Boðið er upp á mismundandi þjónustuleiðir og fá allir þátttakendur sinn ráðgjafa úr hópi starfsmanna sem heldur utan um þeirra mál og er tengiliður þeirra í endurhæfingunni. Samvinna er í samstarfi við fagfólk úr öðrum þjónustukerfum sem veitt getur þátttakendum aðstoð og stuðning í endurhæfingunni. Meðal fagfólks og stofnana sem koma að starfinu má nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, náms- og starfsráðgjafa, markþjálfa, næringarráðgjafa, fjármálaráðgjafa, íþróttafræðing, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, menntastofnanir og námskeiðshaldara. Samvinna á einnig gott samstarf við atvinnurekendur um vinnutengingu þátttakenda í formi vinnuprufu eða starfsþjálfun.

Hjá Samvinnu eru í boði tvær heildstæðar leiðir í starfsendurhæfingu ásamt eftirfylgd

Mat á stöðu og starfsendurhæfingarmöguleikum 
Um er að ræða endurhæfingu í 1-3 mánuði eftir markmiðum hverju sinni. Þessi leið hefur það að markmiði að meta raunhæfi þess að hefja markvissa starfsendurhæfingu. Þátttaka einstaklings telst m.a. fullnægjandi ef honum tekst að mæta og taka þátt í þjónustu sem nemur 12-15 tímum á viku.

Einstaklingsmiðuð þverfagleg starfsendurhæfingarlína
Á þessari leið er unnið heildstætt með vanda einstaklings með það að markmiði að einstaklingur fari aftur út á vinnumarkaðinn eða í áframhaldandi nám. Gerð er krafa um virkni í 15-20 tíma á viku í bæði hópúrræðum og einstaklingsmiðaðri þjónustu.