Tilvísun

Fyrir hverja er Samvinna starfsendurhæfing?

Þátttaka í atvinnuendurhæfingu hentar fólki sem:
  • ekki er á vinnumarkaði vegna veikinda, slysa eða félagslegra erfiðleika en eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn
  • stendur höllum fæti á vinnumarkaði eða hefur misst vinnu
  • vill á markvissan hátt vinna að því að breyta stöðu sinni og stefna út á vinnumarkaðinn á ný eða í frekara námVirk starfsendurhæfingarsjóður

Samvinna starfsendurhæfing er með þjónustusamning við VIRK starfsendurhæfingarsjóð sem er eini starfsendurhæfingarsjóðurinn á landinu og gilda lög nr. 60/2012.  Til þess að eiga rétt á þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þarf fólk að vera með heilsubrest sem staðfestur er af lækni og hafa tilvísun frá lækni.Allar beiðnir um atvinnutengda starfsendurhæfingu hjá Samvinnu starfsendurhæfingu fyrir fólk með heilsubrest eiga að berast til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Þegar tilvísun berst til Samvinnu er einstaklingurinn boðaður í viðtal hjá ráðgjöfum Samvinnu þar sem hefst inntökuferli og endurhæfingaráætlun unnin af ráðgjafa og þátttakanda í sameiningu.


Aðrar stofnanir

Aðrar stofnanir geta gert samning við Samvinnu Starfsendurhæfingu eins og t.d. Vinnumálastofnun og félagsþjónustur sveitarfélaga.
Fólki sem telur sig þurfa á starfsendurhæfingu að halda en er ekki með skilgreindan heilsubrest  er bent á að snúa sér til þeirrar þjónustustofnunar sem það er í sambandi við s.s. Vinnumálastofnunar og félagsþjónustu sveitarfélaga.