Fíkniráðgjöf

Boðið er upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf þegar þess telst þörf eða einstaklingur óskar eftir því.

Við upphaf endurhæfingar skrifar einstaklingur undir upplýst samþykki og endurhæfingaráætlun þar sem fram kemur að ef upp komi rökstuddur grunur um neyslu ávanabindandi lyfja eða fíkniefna sem hamlað geta árangri í endurhæfingu geti Samvinna Starfsendurhæfing farið fram á að einstaklingur fari í fíkniefnaprófun og ef við á óskað eftir að heimilislæknir staðfesti að lyfjaávísanir til einstaklings séu með eðlilegum hætti. Ef niðurstöður eru jákvæðar er staðan tekin með einstakling og næstu skref ákveðin.

Batanámskeið
Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu á batanámskeiðinu og er þátttakendum skipt í karla og kvenna hópa. Fræðsla er í fyrirlestraformi fyrir allan hópinn saman og síðan unnið í kynjaskiptum hópum eftir fræðsluna.

Farið er yfir meðvirkni, kvíða, fíkn, reiði, sorg, skömm, samskipti, bata, batakerfi og áföll svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að nota heildræna nálgun, eins og að halda í tengsl við félagslega þætti, fjölskyldu aðstæður, tilfinningalegt ástand sem og líkamlega heilsu, samskipti og tengsl.

Námskeiðið er 18 kennslustundir.

Til baka