7. september 2022

Cyber Clever námskeið prufukeyrt fyrir starfsmenn símenntunarstöðva

Cyber Clever námskeið prufukeyrt fyrir starfsmenn símenntunarstöðva

MSS tekur þátt í Erasmus+ verkefninu Cyber Clever sem er til að auka vitund kennara um netöryggi.

MSS ber ábyrgð á hönnun eins dags af fimm í vikulöngu námskeiði. Norðmenn, Tyrkir, Eistlendingar og Austurríkismenn hanna sinn daginn hver.
MSS prufukeyrði íslenska námskeiðsdaginn í Cyber Clever við mjög góðar viðtökur starfsmanna MSS síðastliðin mánudag. Í teyminu eru Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður MSS, Hrannar Baldursson verkefnastjóri MSS og Kristinn Bergsson tæknimaður MSS.

Til baka í fréttir