29. nóvember 2019

Fyrirmynd í námi fullorðinna

Fyrirmynd í námi fullorðinna

Við hjá MSS erum ótrúlega stolt af henni Herdísi Ósk Sveinbjörnsdóttur sem hlaut viðurkenninguna Fyrirmynd í námi fullorðina, sem veitt var á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna á Grand Hótel Reykjavík þann 28. nóvember.

Herdís kom inn í Samvinnu starfsendurhæfingu og lauk ýmsum námsleiðum innan MSS og er nú í lögfræðinámi við Háskóla Reykjavíkur.

Viðurkenningin og verðlaunin sem henni fylgja eru veitt einstaklingum hafa breytt stöðu sinni á vinnumarkaði eftir þátttöku í úrræðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sýnt góðan námsárangur, frumkvæði, kjark og náð að yfirstíga ýmis konar hindranir.

Við óskum Herdísi innilega til hamingju með viðurkenninguna og óskum henni góðs gengis í námi sínu í HR.

Hér má lesa frétt Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um viðurkenninguna

Til baka í fréttir