7. nóvember 2019

Hádegisfyrirlestur í boði MSS – Stjörnu Sævar

Hádegisfyrirlestur í boði MSS – Stjörnu Sævar

MSS býður til hádegisfyrirlestrar fimmtudaginn 14. nóvember. Við erum ótrúlega spennt að taka á móti stjörnufræðingnum og vísindamiðlaranum Sævari Helga Bragasyni eða Stjörnu Sævari eins og hann er jafnan kallaður. Fjallað verður um þá umhverfisvá sem steðjar að heiminum í dag og hvað einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta gert í báráttunni. Leitað verður góðra lausna í erindinu.

Búast má við mjög áhugaverðri, fræðandi og skemmtilegri stund. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og er því mikilvægt að skrá sig.

Nánari upplýsingar og skráning

Til baka í fréttir