4. júní 2020

Hátt í hundrað útskriftarnemendur

Hátt í hundrað útskriftarnemendur

Það var heldur óvenjulegt fyrirkomulag á útskrift nemenda sem luku námsleiðum hjá MSS þessa vorönnina. Vegna sérstakra aðstæðna í samfélaginu var hefðbundinnni útskrift aflýst og afhending skírteina því með öðrum hætti en vanalega.

Útskriftardagurinn er alltaf sérstakur hjá okkur sem störfum hjá MSS og við leggjum mikið uppúr því að fagna þessum áfanga með nemendum.

Að þessu sinni luku 97 nemendur námi af fimm námsleiðum, Grunnmenntaskóla, Menntastoðum, Félagsliðabrú, Skrifstofuskóla og Leiðsögunámi. Það var ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir að hluti kennslunnar hefði verið færður í fjarnám í samkomubanni þá héldu nemendur góðum dampi í náminu. Þar skiptir samstarf verkefnastjóra, náms- og starfsráðgjafa, kennara og nemenda miklu máli. Þetta ástand hefur kennt okkur margt, margir hafa tileinkað sér nýja færni og stigið út fyrir þægindarammann til þess að sinna námi og kennslu á sérstökum tímum. Við þökkum nemendum og kennurum fyrir gott samstarf, þolinmæði og skilning í öllu þessu ferli.

Stafsfólk MSS óskar öllum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann, megið þið njóta gæfu og velgengni í næstu skrefum í námi og starfi.

Til baka í fréttir