7. maí 2020

Lumar þú á góðri hugmynd að námskeiði fyrir næsta vetur?

Lumar þú á góðri hugmynd að námskeiði fyrir næsta vetur?

Eitt af verkefnum starfsmanna þessa dagana hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) er að skoða hvaða námskeið við viljum bjóða upp á næsta haust. Eins og venjulega er helsta verkefni ágústmánaðar að undirbúa námskeiðahald vetrarins.

Þar mun kenna ýmissa grasa, bæði námskeið sem hafa verið vinsæl í gegnum árin og eins ný námskeið.Námskeið verða kynnt eftir því sem dagskráin tekur á sig mynd og inn á heimasíðu okkar verður að finna upplýsingar um flest þau námskeið sem fyrirhuguð eru í vetur.

MSS fagnar öllum nýjum hugmyndum um námskeið og hvetur þá sem hafa ákveðnar óskir eða hugmyndir til þess að hafa samband eða koma þeim á framfæri með því að senda okkur tölvupóst á mss@mss.is

Til baka í fréttir