7. október 2020

Sóttvarnir í MSS

Sóttvarnir í MSS

Vegna fjölgunnar Covid-19 smita og hertari aðgerða í samfélaginu viljum við hvetja alla sem til okkar koma að gæta vel að sóttvörnum. Hér fyrir neðan má lesa þau viðmið og reglur sem nú gilda í húsnæði MSS.

 Sóttvarnir

  • Gætum að einstaklingsbundnum sóttvörnum svo sem nándarmörkum, handþvotti, handsprittun, grímunotkun og sótthreinsun.

  • Fylgja skal eins metra reglu í öllum samskiptum, sé því ekki viðkomið skulu einstaklingar bera andlitsgrímu sem hylur munn og nef.  

  • Í stigagangi, lyftu og sameiginlegum svæðum innan MSS skulu allir bera andlitsgrímu sem hylur munn og nef, hver og einn skal koma með eigin andlitsgrímu. Ekki þarf að bera andlitsgrímu eftir að komið er inn í kennslustofu.

  • Handspritt er til staðar við inngang, í miðrými og í kennslustofum. Einnig er sótthreinsisprey til hreinsunar á sameiginlegum snertiflötum.
  • Tölvubúnaður, borð, stólar og aðrir sameiginlegir snertifletir skulu sótthreinsaðir á milli nemendahópa.

  • Sameiginlegir snertifletir í sameiginlegu rými MSS eru þrifnir og sótthreinsaðir daglega eða oftar eftir aðstæðum.
     

Fjöldatakmarkanir

  • Hámarksfjöldi í sama rými er 30 manns á hverjum tíma.
  • Gæta skal þess að ekki of margir safnist saman í sameiginlegum rýmum og að hópar fari í pásur á mismunandi tímum.

  • Takmarka skal gestagang í MSS.

 

Ef einstaklingur hefur fundið fyrir einkennum sem gætu verið einkenni COVID-19 skal viðkomandi halda sig heima og ekki koma í húsnæði MSS. Einkenni geta meðal annars verið kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, bein- eða vöðvaverkir og slappleiki.

Minnum á að hægt er að hafa samband við starfsfólk MSS í síma 421-7500, með tölvupósti (sjá netföng starfsmanna) og í gegnum Facebooksíðuna okkar. Við hvetjum alla til að nýta sér þessar leiðir og draga úr komum í húsnæði okkar eins og hægt er hverju sinni.

Til baka í fréttir