30. ágúst 2019

Styrkur frá Skötumessunni

Styrkur frá Skötumessunni

MSS / Samvinna starfsendurhæfingarstöð fékk í sumar úthlutað styrk frá Skötumessunni í Garði að upphæð 350.000. Skötumessa að sumri er árlegur viðburður þar sem fólk kemur saman og borðar til góðs.

Allur ágóði af Skötumessunni rennu til góðra málefna. Styrkurinn sem MSS /Samvinna hlaut  er ætlaður til þess að styrkja einstaklinga sem er í endurhæfingu hjá Samvinnu til þess að greiða skólagjöld. MSS / Samvinna sendir Skötumessunni þakklæti fyrir þennan styrk sem á eftir að koma að góðum notum og á vonandi eftir að verða upphaf að glæstum námsferli hjá einhverju þátttakendum hjá Samvinnu.

Til baka í fréttir