30. apríl 2015

TELLE

TELLE

TELLE er samstarfsverkefni fimm Evrópuþjóða, þ.e. Finnlands, Noregs, Eistlands, Þýskalands og Íslands. Verkefnið snýst um endurmenntun starfsmanna, kennara, verkefnastjóra og getur hvert land sent fimm þátttakendur á námskeið sem varir í fimm daga í hverju landi. Einnig fara kennarar á milli landa og halda námskeið. 

Markmið verkefnisins eru að auka hæfni leiðbeinenda með námssmiðjum í hverju þátttökulandi þar sem leiðbeinendur læra nýjar aðferðir sem þeir geta notað í kennslu í sínu starfi.

Kennarar fengu m.a. kennslu í:

  • Canva
  • TPR aðferðinni
  • Vendikennslu aðferðinni
  • Hvernig eigi að taka myndir og upptöku á myndböndum
  • Handverki eins og vefnaði, skartgripagerð, gera eistneska skó, málun, þrykkja á efni o.s.frv., Tungumálakaffi
  • Hópeflisleikjum
     

Vefsíða verkefnisins er http://www.etelle2015.com/

Til baka í fréttir