8. janúar 2019

Útskrift námsleiða hjá MSS

Útskrift námsleiða hjá MSS

Þriðjudaginn 18. desember var haldin sameiginleg útskrift námsleiða hjá MSS en að þessu sinni útskrifuðust 60 nemendur úr fjórum námsleiðum. Útskriftarnemendur luku námi í Skrifstofuskóla 1, Skrifstofuskóla 2, Grunnmenntaskóla og Menntastoðum. Guðjónína Sæmundsdóttir hafði á orði í ávarpi sínu hversu umfangsmikið starf er unnið hjá miðstöðinni en árlega fara um tvö þúsund einstaklingar í gegnum MSS ýmist í bóklegu eða starfstengdu námi, ráðgjöf og fleira. Áhrif MSS á stöðu menntunar og tengsl við atvinnulífið á Suðurnesjum eru því gríðarleg.
Það er alltaf mikið fagnaðarefni að fylgja nemendum til útskriftar og kennarar og starfsfólk MSS er ákaflega stolt af þeirra flotta árangri. Innilega til hamingju með áfangann kæru nemendur og megi gæfan fylgja ykkur til framtíðar. Húrra fyrir ykkur!

Til baka í fréttir