25. júní 2018

Útskrift úr Kvikmyndasmiðju

Útskrift úr Kvikmyndasmiðju

Fimmtudaginn 21. júní lauk kvikmyndasmiðju hjá MSS. Kvikmyndasmiðjan er unnin í samstarfi við Stúdíó Sýrland en hún hefur verið afar vinsæl undanfarin ár. Í smiðjunni vinna nemendur saman að gerð stuttmyndar frá upphafi til enda, frá handritsgerð, upptökum, klippingu og að hljóðvinnslu. Að þessu sinni urðu til átta myndir en tvær þeirra voru valdar til fullvinnslu.

Útskrift úr kvikmyndasmiðju fór fram í Andrews thetre á Ásbrú en við útskriftina var afrakstur smiðjunnar sýndur, tvær fullgerðar stuttmyndir sem hlutu lof og góða dóma áhorfenda. Gaman var að sjá hversu margir komu á sýninguna og fögnuðu með nemendum. Meðfylgjandi mynd er af útskriftarhópnum sem og frá framleiðsluferlinu.

Til baka í fréttir