Menntastoðir - Fjarnám
Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R.
Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lokamarkmið Menntastoða er fyrst og fremst að námsmenn auki færni sína í þeim námsþáttum sem kenndir eru þannig að þeir geti tekist á við nám við frumgreinadeild háskóla, þ.e. uppfylli viðmið á þrepi tvö.
Námið er ætlað markhópi framhaldsfræðslunnar*
Námið er einnig í boði í staðnámi.
Markmið eru að námsmaður:
• þekki þær leiðir sem henta honum til náms
• hafi jákvæð viðhorf gagnvart áframhaldandi námi
• hafi bætt sjálfstraust sitt og aukið færni sína í samskiptum við aðra
• sé fær um að vinna verkefni sjálfstætt og skipulega, afla og miðla upplýsingum með ýmsu móti.
Námsgreinar:
- Enska
- Danska
- Íslenska
- Lokaverkefni
- Námstækni
- Stærðfræði
- Samfélagsgrein
- Upplýsingatækni
Námsmat: Verkefnaskil, virk þátttaka, kannanir eða símat.
Kennslufyrirkomulag: Fjarnám Menntastoða tekur um 10 mánuði og telur til allt að 60 framhaldsdkólaeiningar. Kennt er í lotum og er kennsla einn virkan eftirmiðdag í viku. Þátttakendur hafa val um hvort það mæti á staðinn, séu með á fjarfundi eða horfi síðar þar sem kennslan er tekin upp. Þessi leið hentar því fólki sem er í vinnu þar sem ekki er um dagskóla að ræða. Samtals er gert ráð fyrir 1200 klukkustundum í vinnuframlag nemenda.
Hér má skoða námskrá Menntastoða í heild og lesa um einstaka áfanga - Námskrá
Námið er einnig í boði í staðnámi.
Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga og atvinnuleitendur geta leitað til VMST.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Linda og Hólmfríður, í síma 421-7500 eða á menntastodir@mss.is
Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði - verð er birt með fyrirvara um breytingar á verðskrá Fræðslusjóðs
* Markhópur framhaldsfræðslulaga eru allir þeir sem EKKI hafa lokið fullu námi frá framhaldsskóla þ.e. ekki lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu námi og þeir sem EKKI hafa viðurkennt nám eða viðurkennda færni á sama þrepi til starfa í íslensku samfélagi, þótt þeir hafi lokið námi erlendis. Þeir sem hafa lokið viðurkenndu námi frá framhaldsskóla þ.e. stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu námi teljast til markhóps laganna sé nám þeirra úrelt eða umskólunar þörf af rökstuddum ástæðum.
Verð: 212.000
Tímabil: 9. janúar - 15. maí
