15. janúar 2021

Bridging the gap between teaching and research

Nordplus verkefnið Brúum bilið sem nefnist á ensku Bridging the gap between teaching and research tengist starfsþróun kennara. Samstarfsaðilar MSS í verkefninu koma frá Danmörku og Finnlandi.

Í University College Absalon í Danmörku og Ottavia, educational service í Finnlandi er meðal annars boðið uppá kennaramenntun og samstarfsaðilar okkar í verkefninu starfa við skipulagningu náms fyrir kennaranema og starfsþróunar fyrir starfandi kennara. https://www.youtube.com/watch?v=75wvhZBXWyc&feature=youtu.be

Verkefnið fól í sér að skipuleggja námskeið fyrir starfandi kennara þvert á skólastig, námskeiðið var sett upp á kennslukerfinu MOODLE þar sem allt efni er aðgengilegt. Námskeiðinu var skipt upp í fjóra þætti sem nefndir voru Discover, Explore, Collect og Share.

Ýtið hér til þess að komast inn á Moodle síðu verkefnisins: https://k.mss.is/course/index.php?categoryid=42

Námskeiðið var byggt á vinnustofum þar sem kennarar fengu tækifæri til þess að skoða ákveðið atriði, verkefni eða áskorun í eigin starfi. Hönnun námskeiðsins var með þeim hætti að verkefni og skipulag er gert sérstaklega aðgengilegt og ekki er gerð krafa um miklar fræðilegar ígrundanir heldur er frekar lögð áhersla á að kennarar fái stuðning við starfsþróun, við að leita nýrra leiða og lausna við áskorunum sem þeir mæta í starfi sínu. Þátttakendur fengu tækifæri til þess að tengjast á milli landa og fá innsýn í áskoranir og hugmyndir finnskra kennara sem einnig tóku þátt í námskeiðinu.

Markmið verkefnisins er að brúa bilið á milli kennslu og rannsókna og veita kennurum tækifæri til þess að skoða starf sitt með augum rannsakandans.

 

Verkefnið hófst í ágúst 2019 og mun ljúka vorið 2021. Hér er slóð á heimasíðu verkefnisins https://www.edusuunta.fi/nordplus

Til baka í erlend verkefni