25. janúar 2021

CDTMOOC – Erasmus+

CDTMOOC – Erasmus+

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum tekur þátt í verkefni með samstarfsfélögum frá Ítalíu, Finnlandi, Luxemburg og Frakklandi. Verkefnið stendur yfir frá 2019 - 2021.

Verkefnið miðar að því að nota fjölbreyttar rannsóknaraðferðir til að skoða hvernig hægt er að styðja við fólk í námi og vinnu til að efla frumkvöðlahugsun sína.
Það er gert með því að rannsaka góð dæmi um starfsaðferðir í öllum þátttökulöndunum og velja bestu dæmin úr þeim. Einnig eru tekin viðtöl við kennara, frumköðla, nemendur og stjórnendur fyrirtækja og þau greind út frá efninu. Jafnframt eru fundin góðar fyrirmyndir/tilfelli þar sem þessir góðu starfshættir eru að virka vel. Þannig er unnið einnig með hönnunar hugsun og skapandi hugsun.
 
Tilgangurinn er að vinna að tækjum/app sem sett verður á Mooc kennsluvef. 
Sérfræðingar innan teymissin búa til tölvuleik (e.gamification) sem verður opinn öllum. Leikurinn er byggður á rannsóknum verkefnisins og reynslu sérfræðinga þess og er unnin út frá söguaðferð. Jafnframt eru fleiri aðferðir til ef efla frumkvöðlahugsun skoðaðar (Lego Brigs, spil og fl.) til að efla frumkvöðlahugsun.
 
Slóð inn á heimasíðu verkefnisins og nánari upplýsingar eru hér https://cdtmooc.eu/ og á fésbókarsíðunni https://www.facebook.com/cdtmooc 

Til baka í erlend verkefni