21. nóvember 2023

On the Mic - Erasmus+ verkefni

On the Mic - Erasmus+ verkefni

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum tekur þátt í verkefninu On the Mic með samstarfsfélögum frá Finnlandi, Belgíu, Grikklandi og Þýskalandi.


Markmið verkefnisins er að útbúa sjálfsmatslista, sem hægt er að nálgast á netinu. Sjálfsmatslistinn kortleggur færni sem við höfum öðlast í gegnum óformlegt nám. Hann gefur einstaklingsbundna sýn á hvar áhugahvöt og drifkraftur einstaklingsins liggja.


Með sjálfsmatinu fær einstaklingurinn tilfinningu fyrir því hverjir styrkleikar hans eru og hvar tækifæri eru til vaxtar. Þá getur viðkomandi notað niðurstöður sínar sem orðfæri í atvinnuviðtali og/eða til að lýsa sjálfum sér.


Verkefnið hófst í árslok 2021 og því lýkur í árslok 2023. Þann 20. nóvember var haldinn kynning á verkefninu fyrir fagaðila á svæðinu. Farið var yfir hugmyndafræðina á bak við verkefnið og heimasíða verkefnisins kynnt.


Verkfærið On the Mic hefur verið prófað á nemendum MSS, af erlendum uppruna, sem margir hverjir eiga erfitt með að fóta sig við nýjar aðstæður. Þátttakendum þótti matsverkefnið mjög athyglisvert og niðurstöðurnar vera þeim afar gagnlegar og veita þeim tækifæri til að tjá sig um eigin færni og áhugasvið. Þá var matsverkefnið, On the Mic, einnig prófað í fangelsi í Kerava Finnlandi, sem er gamall vinabær okkar Keflavíkinga.  Þar var verkefninu einnig vel tekið og lesa má nánar um það hér: 
https://onthemic.eu/creating-new-pathways-in-the-prison-environment-by-using-micro-credentials/


Frekari  upplýsingar og fleiri dæmi um notkun verkfærisins má finna á heimasíðu On the Mic og á facebooksíðu verkefnisins:


https://onthemic.eu/

https://www.facebook.com/onthemic.eu

 

Til baka í erlend verkefni