Fyrirtækjasvið
Þjónusta
Við bjóðum upp á námskeið og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi. Hér eru gefin dæmi um hvernig við getum þjónustað fyrirtæki og stofnanir en svo erum við alltaf tilbúin að setjast niður og skoða hvað það er sem viðskiptavinurinn leitar að. Meðal þess sem við getum boðið upp á er fræðslustjóri að láni inn á vinnustaðinn, þarfagreiningu, stutta hnitmiðaða fyrirlestra í hádeginu, styttri eða lengri námskeið, stefnumótun og hópefli meðal starfsfólksins.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður uppá fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem haft er að leiðarljósi að aðlaga þjónustuna að þörfum hvers fyrirtækis.