Íslenska fyrir útlendinga

MSS býður upp á námskeið í íslensku 1-5 þar sem unnið er útfrá námskránni Íslenska fyrir útlendinga sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu. 

Á námskeiðunum er lögð áhersla á skilning og talað mál auk ritunar, hlustunar og lesturs. Þar að auki er málfræði fléttuð inn í námsefnið miðað við hæfni og getu hópsins.

Reynt er að aðlaga námsefni, framsetningu og framvindu námsins að forsendum þátttakenda. Fjölbreyttum aðferðum er beitt í tungumálanámi til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp til að æfa alla færniþættina. Með fjölbreyttum aðferðum er átt við, einstaklings-, para- og hópvinnu, aukaefni, leiki, spil og fleira.  

Markmiðið er að efla persónulega færni, félagslega færni og í kjölfarið starfshæfni. Nauðsynlegt er að nota fjölbreyttar aðferðir til að þjálfa samskipti og hvetja nemendur til að æfa sig í að tjá hugsanir, skoðanir og tilfinningar. Nemendur þjálfast einnig í að skipulagðri frásögn til að æfa framburð á ólíkum námsþáttum. 


Auk þess bjóðum við upp á starfstengd íslenskunámskeið fyrir fyrirtæki, þar sem áhersla er lögð á starfstengdan orðaforða.

Nauðsynlegt er að vera með að lágmarki 80% mætingu til að fá útskriftarskírteini í lok námskeiðs.

Námskeið fer af stað þegar lágmarksþátttaka næst. MSS áskilur sér þann rétt að færa til og breyta dagsetningum og tímasetningum ef þörf er á.

Ef námskeið er greitt af fyrirtæki/stofnun eða viðkomandi á rétt á styrk vegna námskeiðisgjalda þarf að láta MSS vita við skráningu.

 

Nánari upplýsingar veita:

Kristín, Sveindís og Diana

icelandic@mss.is

421-7500

Ekkert nám í þessum flokki er opið fyrir skráningu þessa stundina en ný nám koma inn fljótlega.

Íslenska 1 (A1.1)

Nám hefst: 29. apríl
Verð: 55.700

Lesa meira

Íslenska 2 (A1.2)

Nám hefst: 30. apríl
Verð: 55.700

Lesa meira

Íslenska 3 (A2.1)

Nám hefst: 13. maí
Verð: 55.700

Lesa meira