Persónuverndarstefna MSS

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) vinnur með persónugreinanleg gögn um nemendur og ráðþega sína. Starfsfólk MSS gætir fyllsta trúnaðar og eru ákvæði um persónuvernd, trúnað og þagnarskyldu í ráðningar­samningum starfsfólks og verktaka. Farið er eftir persónuverndarlögum auk siðareglna fagfélaga starfsfólks MSS.

Gögnin eru vistuð í traustum upplýsingakerfum miðstöðvarinnar og í einhverjum tilfellum í læstum skjalageymslum. MSS leggur ríka áherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga og leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni. Stefna þessi er byggð á lögum nr. 90/2018  um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

 

Gögn sem skólinn meðhöndlar

Um er að ræða persónugreinanleg gögn um nemendur, starfsfólk og verktaka.

 

Heimildir, leyfi, samþykktir og vinnsla ganga

MSS vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru starfseminni og heimilt er að vinna

með samkvæmt lögum, samningum við samstarfsaðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga.

 

Notkun gagna og hlutverk

Gögn og upplýsingar sem MSS safnar og geymir eru einungis notuð til að hægt sé að sinna hlutverki miðstöðvarinnar. MSS mun aldrei dreifa persónuupplýsingum til annarra aðila án heimildar.

 

Starfsreglur og aðgangur að gögnum

Öll gögn eru varin þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin hafa aðgang að þeim.

 

Afritun gagna og öryggi

Öll gögn í upplýsingakerfum skólans eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar. Afrit

eru kóðuð og einungis notuð ef grunngögn tapast eða skemmast.

 

Réttur einstaklinga til upplýsinga um vinnslu og aðgangs að eigin persónuupplýsingum

Skólinn veitir einstaklingum sem málið varðar og sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum

um þau persónugögn sem hann vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn. Skólinn virðir

framangreind réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum.

 

Samskipti vegna persónuverndarmála

Skipaður hefur verið persónuverndarfulltrúi sem m.a. tekur við beiðnum eða ábendingum varðandi persónuverndarmál. Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa MSS í síma 421-7500.

5. júní 2019

Forstöðumaður og persónuverndarfulltrúi
Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum