Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjasvið MSS býður upp á námskeið og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi. Meðal þess sem við getum boðið upp á er fræðslustjóri að láni inn á vinnustaðinn, þarfagreiningar, gerð fræðsluáætlana, stuttir hnitmiðaðir fyrirlestra, styttri eða lengri námskeið, starfsdagar, stefnumótun og hópefli meðal starfsfólksins. 

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður uppá fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem haft er að leiðarljósi að aðlaga þjónustuna að þörfum hvers fyrirtækis.


Dæmi um fyrirtækjaþjónustu sem MSS veitir:

  • Málefni sem tengjast starfsþróun innan fyrirtækja
  • Þarfagreiningar á fræðslu- og endurmenntunarþörf
  • Gerð fræðsluáætlana
  • Fræðslustjóri að láni
  • Skipulagning á styttri og lengri námskeiðum, fyrirlestrum og hópefli
  • Starfsdagar og stefnumótun
  • Styrkumsóknir fyrir námskeiðahaldi  


Frekari upplýsingar varðandi fyrirtækjaþjónustu MSS gefa verkefnastjórar á fyrirtækjasviði:

Hólmfríður - Sími: 412-5962 - Netfang: holmfridur@mss.is
Nanna Bára - Sími: 412-5981 - Netfang: nanna@mss.is

 

Styrkir til símenntunar

Fyrirtæki geta sótt um styrki til starfsmenntasjóða fyrir allt að 75% af kostnaði við námskeiðahald og þannig dregið verulega úr þeim kostnaði sem fyrirtækið stæði annars frammi fyrir. Reglur sjóðanna eru mismunandi en MSS getur aðstoðað við þessar umsóknir. Þessir styrkir eru fyrir utan einstaklingsstyrki sem starfsmenn geta sjálfir sótt í. 


Náms- og starfsráðgjöf

Hjá MSS starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla. Ráðgjafarnir geta aðstoðað við markmiðasetningu, metið áhugasvið, færni og persónulega styrkleika.

Ráðgjafar MSS búa yfir mikilli reynslu þegar kemur að gerð ferilskrár, geta aðstoðað við atvinnuumsóknina og gefið allar upplýsingar varðandi raunfærnimat.
MSS býður upp á ráðgjöf/sálgæslu yfir lengra tímabil fyrir einstaklinga sem þurfa á eftirfylgni að halda í kjölfar áfalla eða persónulegra erfiðleika.
Vertu í sambandi og við sníðum ráðgjöfina að þínum þörfum. 


Tölvuver

Í MSS er fullbúið tölvuver og  í samvinnu við sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum, getum við boðið upp á flest tölvunámskeið sem vinnustaðir leita eftir. Fyrirtækjum og stofnunum býðst einnig að leigja tölvuverið fyrir eigin námskeið. 


Markþjálfun

MSS býður upp á markþjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða fram það besta í hverjum og einum. Í markþjálfun er áherslan á að einstaklingurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir. Markþjálfinn heldur utan um ferlið og nær að beina einstaklingnum sjálfum að kjarna málsins.

Markþjálfi vinnur markvisst að því að virkja einstaklinginn og aðstoða við að hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum. Markþjálfun hefur líka reynst gott verkfæri til að finna lausnir á afmörkuðum vandamálum innan fyrirtækja og stofnana.

Fyrir hverja er markþjálfun?
Afreksmenn í íþróttum fara ekki til keppni án þjálfara. Til að ná sem bestum árangri treysta þeir á þjálfarann til að fylgjast með, styðja við bakið á sér og hvetja áfram innan vallar sem utan. Með aðferðum markþjálfa ávinnst það sama: hvatning til að ná sem lengst, forskot á keppinauta og hámarksárangur. Markþjálfun er því fyrir alla sem vilja ná árangri – hvort sem er í starfi eða einkalífi.