Náms- og starfsráðgjöf

Gott er að leita til náms- og starfsráðgjafa ef verið er að velta fyrir sér námi og/eða starfi.

Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga til að þeir geti notið sín í námi og/eða starfi.

Náms- og starfsráðgjafar veita ráðgjöf um vinnubrögð, ráðgjöf um náms- og starfsval, miðla upplýsingum vegna sérhæfðra mála og styðja, hvetja og aðstoða einstaklinga varðandi nám og/eða starf.

Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda fólki, á hvaða aldri sem er og við hvaða aðstæður sem er, að átta sig á styrkleikum sínum, færni og áhuga til að eiga auðveldar með að ákveða stefnu í námi og/eða starfi. 

Náms- og starfsráðgjafar geta m.a. veitt einstaklingum aðstoð við:

  • að átta sig á áhuga sínum og tengja við nám og/eða störf, m.a. með áhugasviðskönnunum 
  • að efla náms- og/eða starfshæfni
  • markmiðasetningu
  • að undirbúa atvinnuleit og gerð umsóknargagna þ.e. ferilskrá, kynningarbréf og færnimappa
  • að bæta vinnubrögð, námsvenjur og námstækni, s.s. hvað varðar skipulag, tímastjórnun, lestrar- og glósutækni
  • að veita ráðgjöf um raunfærnimat og styðja einstaklinga í raunfærnimatsferli 
  • að efla sjálfstraust, samskipti, samstarfshæfni og aðra persónulega ráðgjöf
  • að finna upplýsingar um náms- og atvinnuframboð á Íslandi og erlendis


Hér efst á síðunni undir Náms- og starfsráðgjöf má sjá þá þjónustu sem er í boð hjá náms- og starfsráðgjöfum svo sem áhugasviðgreiningu og raunfærnimat.


Tími í ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa er öllum að kostnaðarlausu. 

Panta tíma í ráðgjöf


Frekari upplýsingar veita:

Steinunn Björk Jónatansdóttir í síma 412 5940 / steinunn@mss.is
Inga Sif Ingimundardóttir í síma 412-5958 / inga@mss.is