Skólagjöld

Reglur um greiðslur skólagjalda
 - frá og með 1. janúar 2019.


Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur sett eftirfarandi stefnu við innheimtu skólagjalda og viðbrögð við ógreiddum skólagjöldum.


Greiðslufyrirkomulag:

 • Námsgjald á að greiða áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en búið er að ganga frá greiðslu.
 • Hægt er að velja eftirfarandi greiðsluleiðir: Kreditkort, debetkort, greiðsluseðil í heimabaka eða reikning á annan greiðanda (t.d. fyrirtæki).
  • Innheimtukröfur fyrir skólagjöldum eru stofnaðar í netbanka og reikningar sendir á heimilisfang viðkomandi þegar hann hefur greitt.
  • Greiðsla verður skuldfærð af korti um það bil sem námskeið hefst nema annað sé tekið fram.
 • Mögulegt er að greiða námið á skrifstofu MSS með staðgreiðslu eða með korti.
 • Ef semja þarf um greiðsu skólagjalda, svo sem skipta greiðslum, skal hafa samband við Eydísi Eyjólfsdóttur í síma 421-7500 / eydis@mss.is 
 • Greiða þarf skólagjaldið að fullu eða semja um greiðslu fyrir eindaga greiðslukröfu.


Ógreidd skólagjöld:

 • Ef skólagjald er ógreitt eða ekki hefur verið samið um greiðslur innan tveggja vikna frá eindaga er aðgangi að kennslukerfi lokað eða viðkomandi telst ekki lengur þátttakandi í náminu.
 • Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá námsgjald fellt niður né endurgreitt eftir að nám er hafið, en ef viðkomandi þarf að fresta námi er hægt að eiga skólagjöld inni í eina önn.


Athygli er vakin á því að stéttarfélög veita styrki til náms og geta þeir sem eiga þar rétt fengið stóran hluta skólagjalda endurgreidd.


Nánari upplýsingar veitir Eydís Eyjólfsdóttir í síma 421-7500 - eydis@mss.is