Nám

Hjá MSS bjóðum við allt frá örstuttum námskeiðum til lengri námsbrauta sem ná yfir nokkrar annir. Starfstengt nám til að styrkja stöðuna á vinnumarkaði, bóklegt nám til undirbúnings fyrir frekara nám og ýmis styttri námskeið og fyrirlestra. Öflug íslenskukennsla fer fram fyrir þá sem hafa íslensku sem annað tungumál.

MSS býður einnig upp á námsaðstöðu fyrir háskólanemendur sem stunda fjarnám og aðstöðu til prófatöku.

Hér efst á síðunni undir Nám má finna frekari upplýsingar um námsframboð okkar, aðstöðu fyrir fjarnámsnema og reglur um skólagjöld.