Innra mat MSS


Samkvæmt gildandi lögum um framhaldsfræðslu ber þeim aðilum sem hafa samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið að meta sjálfir með kerfisbundnum hætti árangur og gæði fræðslustarfsins og birta opinberlega upplýsingar um innra gæðamat sitt og áætlanir um umbætur í kjölfar þess.

Árið 2020 var stofnuð formleg matsnefnd í MSS og sjálfsmatskerfið var þróað af henni. Í núverandi nefnd sitja Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðukona MSS, Birna Vilborg Jakobsdóttir gæðastjóri, Hólmfríður Karlsdóttir deildarstjóri og Steinunn BjörK Jónatansdóttir deildarstjóri og náms- og starfsráðgjafi.  

Á hverri önn eru ólíkir þættir starfsins metnir en kennslumat fer þó alltaf fram eftir hvert námskeið. MSS starfar eftir EQM gæðakerfinu og árlega fer fram innri úttekt. Á þriggja ára fresti kemur löggildur matsaðili og framkvæmir úttekt.

Hér fyrir neðan má sjá þá þætti skólastarfsins sem metnir eru.


MatsþátturMatsaðferðVor
2020
Haust
2020
Vor
2021
Haust
2021
Vor
2022
Mat á árangri og gæðum kennslustarfsins
Samskipti nemenda við starfsmenn MSSNámskannanirXXXXX
Líðan nemendaNámskannanirXXXXX
KennsluaðferðirNámskannanirXXXXX
Gæði kennsluNámskannanirXXXXX
Hæfni leiðbeinendaNámskannanirXXXXX
Gagnsemi námsinsNámskannanirXXXXX
KennslugögnNámskannanirXXXXX
Aðstaða nemenda hjá MSSNámskannanirXXXXX
BrotthvarfSkráning skjalasvæðiX
Könnun á fjölbreyttu námsmatiGreinargerð frá kennara/KennsluvefurXXXX
Mat á starfsumhverfinu
Líðan starfsmannaStarfsmannasamtölXX
StjórnunVR könnunXXX
StarfsandiVR könnunXXX
LaunakjörVR könnunXXX
VinnuskilyrðiVR könnunXXX
Sveigjanleiki í vinnuVR könnunXXX
Sjálfstæði í starfiVR könnunXXX
Ímynd fyrirtækisinsVR könnunXXX
Ánægja og stoltVR könnunXXX
JafnréttiVR könnunXXX

 

Síðast breytt: 5. maí 2022