Matreiðslunámskeið

Á matreiðslunámskeiði Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks verður kennt að elda einfalda og bragðgóða rétti sem hitta í mark. Unnið er eftir myndrænum/skrifuðum uppskriftum og munnlegum fyrirmælum eftir þörfum þátttakenda. Kennt verður í kennslueldhúsi Fjölbrautaskóla Suðurnesja á annarri hæð og eru nemendur hvattir til þess að koma með eigin svuntur til að nota á námskeiðinu. 


Námskeiðið er kennt af Ragnhildi Helgu Guðbrandsdóttur og verður skipt í tvo hópa sem verða í fjögur skipti hvor. Einungis er pláss fyrir þrjá þátttakendur í hvorum hóp til að hægt sé að fylgja sóttvarnarreglum. 


Hópur eitt verður á mánudögum kl. 16-18, fyrsti tími 4. október.  

Hópur tvö verður á miðvikudögum kl. 16-18, fyrsti tími 6. október. 


Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson í síma 848-2436 eða í tölvupósti á netfangið jonkp87@gmail.com

Verð: 6.000
Tímabil: 4. október - 27. október

Sækja um
Matreiðslunámskeið