Sterkari starfsmaður

Námsleiðin Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Tilgangur námsins er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn.

 

Markmið námsins er að:

 • efla sjálfstraust og auka færni sína til að vinna verkefni sjálfstætt og skipulega
 • Auka færni sína til að leita upplýsinga með notkun vafra, leitarvéla og netsins og að geta miðlað þeim munnlega og skriflega til annarra
 • auka jákvætt viðhorft til símenntunar, starfsþróunar og breytinga á viðfangsefnum
 • auka færni sína í samskiptum við aðra
 • auka færni sína til að eiga rafræn samskipti við aðra
 • auka færni sína til að vinna með myndir í tölvu
 • auka færni sína til að vinna í ritvinnslu og töflureikni
 • gera færnimöppu þar sem lýst er almennri færni, persónulegri færni og starfshæfni

 

Námsgreinar:

 • Námstækni og símenntun
 • Sjálfstyrking og samskipti
 • Vinnustaðamenning og liðsheild
 • Skipulag, frumkvæði og efling í starfi
 • Vafri og netið
 • Rafræn samskipti
 • Myndvinnsla
 • Ritvinnsla
 • Töflureiknir
 • Færnimappa

 

Námsmat:

Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnaskil, 80% mætingu og virka þátttöku. 

 

Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er 150 kennslustundir að lengd og kennt er þrisvar í viku frá kl. 9-12 í húsnæði MSS. 

Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er námsleiðin metin af Menntamálaráðuneytinu til allt að 12 eininga styttingar á námi í framhaldsskóla.

 

Nánari upplýsingar veita:

Hrannar – hrannar@mss.is

Linda – linda@mss.is

Sími: 421-7500

 

*Birt með fyrirvara um breytingar

*Námsleiðin fer af stað þegar lágmarks þátttaka hefur náðst

 

Verð: 38.000
Tímabil: 26. ágúst - 21. október

Sækja um
Sterkari starfsmaður